Guðsþjónusta 28. ágúst

Guðsþjónusta kl. 11 prestur sr. Kristín Pálsdóttir. Guðný verður við orgelið og leiðir tónlist og söng ásamt félögum úr kór kirkjunnar.

summer-flowerKaffisopi eftir messu.

Guðsþjónusta með fermingarbörnum og fjölskyldum þeirra

Sunnudaginn 21. ágúst kl. 11 verður guðsþjónust með þátttöku fermingarbarna.  Prestar kirkjunnar leiða stundina ásamt organist og kórfélögum.  Krakkar sem voru á fermingarnámskeiði í vikunni verða með innlegg í stundinni.  Eftir messu verður boðið upp á pylsur og djús í safnaðarsalnum.fermingar_11_03

Allt er að verða tilbúið fyrir fermingarfræðslu á fimmtudag og föstudag

við minum svo á að messan á sunnudaginn er sérstaklega fyrir fermingarbörn og fjölskyldur þeirra.  Boðið upp á pylsur og djús eftir stundina á sunnudaginn.  Hér er smá myndband til að hita upp fyrir fræðsluna.

Fermingarfræðslunámskeið 18 og 19 ágúst.

Fermingarfræðsla vetrarins er að hefjast í Hjallakirkju. Við byrjum með látum fimmtudaginn 18 ágúst. Þann dag og föstudaginn 19 verða fermingarbörn næsta vetrar í kirkjunni. Fermingarbörn úr Álfhólsskóla eru hjá okkur báða dagana frá kl. 9- 12 og fermingarbörn úr Snælandsskóla frá kl. 13-16.

Sunnudaginn 21. ágúst er svo guðsþjónusta þar sem sérstaklega er gert ráð fyrir fermingarbörnum og fjölskyldum þeirra. Það verður boðið upp á hressingu eftir messu í safnaðarheimilinu. Fermingarbörnin munu takk þátt í og leiða stundina.Hjallakirkja

Helgistund á sunnudag 14. ágúst kl. 11

Þá er komið að fyrstu guðsþjónustu í Hjallakirkju eftir sumarlokun. Það verður einföld og notaleg helgistund á sunnudaginn kl. 11. Sr. Sigfús leiðir stundina og Guðný stjórnar tónlist.  Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin í kirkjuna ykkar.100_0963