VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Biskupsvísitasía

Í þessari viku mun biskup Íslands, hr. Karl Sigurbjörnsson, heimsækja Hjallasöfnuð. Þetta er liður í vísitasíu biskup í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Biskup mun heimsækja söfnuðinn fimmtudaginn 27. janúar, kíkja í Opið hús fyrir eldri borgara kl. 12-14 og í Kirkjuprakkara kl. 16. Þá mun biskup einnig hitta presta og sóknarnefnd. Næsta sunnudag, 30. janúar, mun biskup prédika í messu safnaðarins kl. 11. Boðið er upp á veitingar að messu lokinni. Safnaðarfólk og aðrir eru boðnir hjartanlega velkomnir á þessa viðburði.

 

 

By | 2011-03-30T19:00:35+00:00 25. janúar 2011 | 11:05|