VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Hátíðartónleikar Kórs Hjallakirkju

Sunnudagskvöldið 13. mars kl. 20 í Hjallakirkju Kór Hjallakirkju, Erla Björg Káradóttir sópran, Jóhanna Ósk Valsdóttir mezzosópran, Gissur Páll Gissurarson tenór, Eiríkur Hreinn Helgason bassi, Lenka Mátéová, orgeleikari, Jóhann I. Stefánsson og Steinar M. Kristinsson trompetleikarar. Flytja Krýningarmessuna eftir Mozart, Te Deum eftir Jón Þórarinsson og Agnus Dei eftir Bizet. Miðaverð kr. 2.000. Nánar hér til hliðar undir tónlistarstarf.

Í tilefni af tíu ára afmæli Björgvinsorgelsins verða þrennir tónleikar í Hjallakirkju í mars.

Fyrstu eru ofangreindir tónleikar sunnud. 13. mars kl. 20.

Síðan eru orgeltónleikar 20, mars kl. 17. Hörður Áskelsson söngmálastjóri leikur.

Orgeltónleikar 27. mars kl. 17. Helga Þórdís Guðmundsdóttir organisti í Ástjarnarsókn í Hafnarfirði leikur.

Sjá nánar undir tónlistarstarfi hér til hliðar.

 

By | 2016-11-26T15:48:50+00:00 9. mars 2011 | 22:26|