VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Messa með hörpuslætti 20. mars

Sunnudaginn 20. mars verður messa í Hjallakirkju kl. 11. Fríða Rún Frostadóttir, ung stúlka í sókninni, mun gleðja viðstadda með hörpuleik. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng undir stjórn Jóns Ólafs, organista. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. Eftir hádegi kl. 13 er svo sunnudagaskóli og kl. 17 verða orgeltónleikar. Hörður Áskelsson, söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, leikur á orgelið. Aðgangur er ókeypis. Verið velkomin í Hjallakirkju næsta sunnudag!

By | 2011-03-30T19:00:35+00:00 17. mars 2011 | 13:51|