VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Orgeltónleikar í Hjallakirkju 20. mars kl. 17

Hörður Áskelsson leikur frönsk og þýsk verk frá Barokktímanum og útskýrir muninn á tónlist landanna.

Orgel Hjallakirkju var vígt 25. febrúar 2001 og er því tíu ára um þessar mundir. Af því tilefni verða nokkrir tónleikar og eru þetta aðrir tónleikarnir í röðinni.

 

Sjá nánar hér til hliðar undir tónlistarstarf.

By | 2016-11-26T15:48:50+00:00 17. mars 2011 | 11:53|