VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Tónleikar Kammerkórs Reykjavíkur 26. mars kl. 16

Í Hjallakirkju verða tónleikar laugardaginn 26. mars kl. 16 á vegum Kammerkórs Reykjavíkur. Kórinn flytur Messu í G-dúr eftir Franz Schubert svo og fjölbreytilega aðra kirkjutónlist eftir íslenzka og erlenda höfunda. Sigurður Bragason stjórnar og Bjarni Þ. Jónatansson leikur á orgel. Einsöngvarar koma úr röðum kórfélaga. Miðaverð er kr. 2.000 en 1.000 fyrir aldraða og öryrkja. Miðar fást hjá kórfélögum og við innganginn.

By | 2016-11-26T15:48:50+00:00 21. mars 2011 | 18:49|