VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Fermingar 10. og 17. apríl

Nú eru femingar hafnar í Hjallakirkju. Fermingarfræðslunni er lokið og 69 fermingarbörn verða fermd á næstu vikum. Sunnudagana 10. apríl og 17. apríl verða fermingar fyrir og eftir hádegi, kl. 10.30 og 13.30. Prestar kirkjunnar þjóna og félagar úr kórnum leiða safnaðarsönginn við undirleik Jóns Ólafs, organista. Sunnudagaskóli er báða dagana kl. 13 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Þar verður sungið, leikið og föndrað. Verið velkomin í kirkjuna ykkar.

By | 2016-11-26T15:48:49+00:00 12. apríl 2011 | 08:47|