VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Æskulýðsfulltrúinn orðinn prestur

Þráinn ásamt vígslubróður sínum, Sigurvini Jónssyni

Þann 15. maí var æskulýðsfulltrúinn okkar, Þráinn Haraldsson, vígður prestur í Dómkirkjunni í Reykjavík. Alls voru fjórir prestar og tveir djáknar vígðir við hátíðlega athöfn til starfa í söfnuðum hér á landi og í Noregi. Í sumar mun Þráinn hefja störf í Álasundi í Noregi þar sem hann þjónar við stóra sókn ásamt tveimur öðrum prestum. Þráinn hefur starfað í barna- og æskulýðsstarfi Hjallakirkju um margra ára skeið og verður að sjálfsögðu sárt saknað. Samstarfsfólk og sóknarnefnd Hjallakirkju óskar Þráni hjartanlega til hamingju með vígsluna og þakkar kærlega fyrir störfin í þágu safnaðarins. Við biðjum honum og fjölskyldu hans Guðs blessunar á nýjum slóðum.

 

By | 2016-11-26T15:48:49+00:00 15. maí 2011 | 22:47|