VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Messa 29. maí, sr. Þráinn Haraldsson þjónar

Þráinn tekur við vígslubréfi sínu af hr. Karli Sigurbjörnssyni, biskupi

Eins og fram kom í nýlegri frétt hér á síðunni þá vígðist æskulýðsfulltrúinn okkar, Þráinn Haraldsson, til prests í Noregi nú á dögunum. Þráinn mun halda til Noregs í sumar ásamt fjölskyldu sinni en næsta sunnudag, 29. maí kl. 11, mun hann þjóna við sína fyrstu messu hér í Hjallakirkju. Jón Ólafur, organisti, situr við orgelið og leiðir safnaðarsönginn. Verið hjartanlega velkomin í kirkjuna.

By | 2016-11-26T15:48:47+00:00 24. maí 2011 | 15:01|