VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Guðsþjónusta og fyrsti sunnudagaskóli vetrarins

4. September verður hefðbundin guðsþjónusta kl. 11. Sigfús Kristjánsson þjónar og Jón Ólafur Sigurðsson leikur á orgel og leiðir safnaðarsöng ásamt félögum úr kór kirkjunnar.
Kl. 13. er svo fyrsti sunnudagaskóli vetrarins og munum við þá sjá fyrsta myndbrotið af þeim Hafdísi og Klemma sem ætla að vera reglulegir gestir í sunnudagaskólanum í vetur.

By | 2011-08-31T14:27:10+00:00 31. ágúst 2011 | 14:27|