Opið hús fyrir eldri borgara á fimmtudag

Frá ferð Opna hússins í Brúðuheima síðasta vor

Næsta fimmtudag, 15. september, verður fyrsta Opna húsið í Hjallakirkju þennan veturinn. Það hefst kl. 12 á léttum hádegisverði og lýkur kl. 14. Að þessu sinni munum við nýta tímann í samveru og spjall um það sem á daga okkar hefur drifið undanfarna mánuði, og síðan endum við samveruna að venju á helgistund. Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin í Opið hús og hlökkum til að sjá ykkur.

By | 2016-11-26T15:48:47+00:00 13. september 2011 | 13:32|