VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Síðasti sunnudagur kirkjuársins

Nú fer kirkjuárinu senn að ljúka. Næsti sunnudagur, 20. október, markar lok þess og aðventan er á næsta leiti. Þennan sunnudag verður messa kl. 11 í kirkjunni. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar og félagar úr kór kirkjunnar leiða safnaðarsönginn. Organisti er Jón Ólafur Sigurðsson. Ritningartextar dagsins fjalla um dag Drottins, endalok heimsins, þá má sjá hér. Í guðspjallstextanum, 5. kafla Jóhannesarguðspjalls, segir m.a.: Sá sem heyrir orð mitt og trúir þeim sem sendi mig hefur eilíft líf og kemur ekki til dóms heldur er hann stiginn yfir frá dauðanum til lífsins.

Sunnudagaskólinn er kl. 13 eins og vanalega, þar verður líf og fjör að vanda.

By | 2016-11-26T15:48:44+00:00 15. nóvember 2011 | 23:56|