VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Fyrsti sunnudagur í aðventu – aðventuhátíð fjölskyldunnar

Næsti sunnudagur 27. nóvember er fyrsti sunnudagur í aðventu.  Þetta árið er því aðventan eins snemma á ferðinni og mögulegt er.  Lestra dagsins má sjá hér. Í guðsþjónustu dagsins kl. 11 kveikjum við á fyrsta kertinu á aðventukransinum, spádómakertinu, og tökum á móti friðarloganum frá Betlehem. Það eru skátar úr St. Georgsgildum Kópavogs sem koma til okkar með friðarlogann sem haldið hefur verið logandi við fæðingarstað Jesú í Betlehem um aldir. Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar.

Aðventuhátíð fjölskyldunnar verður svo kl. 13. Þó að stundin miðist við yngstu kynslóðina þá er hún opin öllum fjölskyldumeðlimum, ungum sem öldnum. Á þessari hátíð ætlum við að eiga notalega stund þar sem áhersla er lögð á að undirbúa jólin saman. Við syngjum jólalög og kveikjum á fyrsta kertinu á aðventukransinum.  Síðan færum við okkur inn í safnaðarsal og föndrum saman jólakort, litum jólamyndir og sjáum jólaþátt af Hafdísi og Klemma sem börnin í sunnudagaskólanum þekkja vel. Svo verður öllum boðið upp á heitt kakó og piparkökur. Við hvetjum fjölskyldur til að kíkja við í Hjallakirkju næsta sunnudag og hefja aðventuna á góðan og uppbyggilegan hátt. Verið hjartanlega velkomin.

By | 2016-11-26T15:48:44+00:00 22. nóvember 2011 | 15:39|