VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

8. janúar, fyrsti sunnudagur eftir þrettánda

Kínversk mynd af Jesú 12 ára í musterinu

Fyrsta messa nýs árs í Hjallakirkju verður næsta sunnudag, 8. janúar kl. 11. Þessi sunnudagur er fyrsti sunnudagur eftir þrettánda. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar og félagar úr kór kirkjunnar leiða safnaðarsönginn. Organisti er Jón Ólafur Sigurðsson. Guðspjallstexti dagsins er tekinn úr 2. kafla Lúkasarguðspjalls og fjallar um Jesús 12 ára í musterinu í Jerúsalem. Alla þrjá ritningartexta dagsins má sjá hér.

Sunnudagaskólinn hefst einnig þennan sunnudag, hann verður að vanda kl. 13.

Verið hjartanlega velkomin í Hjallakirkju á nýju ári.

By | 2016-11-26T15:48:44+00:00 4. janúar 2012 | 01:11|