VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Messa, aðalsafnaðarfundur og sunnudagaskóli 18. mars

100_0951

Messa verður næsta sunnudag í Hjallakirkju kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar og félagar úr kórnum syngja undir stjórn Jóns Ólafs, organista. Að messu lokinni verður haldinn aðalsafnaðarfundur Hjallasóknar. Á fundinum fara fram venjuleg aðalfundarstörf og á meðan honum stendur verður boðið upp á léttan hádegisverð. Allt safnaðarfólk er hjartanlega velkomið á fundinn.

Svo verður auðvitað sunnudagaskóli eftir hádegi kl. 13.

 

By | 2012-03-15T18:51:52+00:00 11. mars 2012 | 21:16|