VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Helgihald í dymbilviku og á páskum

Í kyrru viku og á páskum verður helgihald í Hjallakirkju sem hér segir:

Á skírdagskvöld, fimmtudaginn 5. apríl kl. 20 er Passíustund í kirkjunni. Atburðir skírdagskvöldsins verða rifjaðir upp.

Á föstudaginn langa, 6. apríl, verður Kvöldvaka við krossinn kl. 20. Á þeirri stund er leitast við að lifa atburði dagsins á myndrænan hátt og minnast dauða Krists með táknrænum hætti. Fermingarbörn lesa sjö orð Krists á krossinum og fólk úr kirkjustarfinu annast lestur píslarsögunnar. Þátttakendur í kvöldvökunni yfirgefa kirkjuna myrkvaða.

Á páskadagsmorgun, 8. apríl, er Hátíðarguðsþjónusta kl. 8 árdegis. Sungnir verða hátíðarsöngvar séra Bjarna Þorsteinssonar og hefðbundnir páskasálmar. Að guðsþjónustunni lokinni er kirkjugestum boðið í morgunkaffi. Fólk er hvatt til að leggja leið sína í Hjallakirkju í kyrruviku og um páska. Sjá nánar á www.hjallakirkja.is.

By | 2016-11-26T15:48:42+00:00 28. mars 2012 | 22:30|