VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Tónlistarmessa 15. apríl

Tónlistarmessa verður sunnudaginn 15. apríl kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar og félagar úr kór kirkjunnar leiða safnaðarsöng. Valdemar Gísli Valdemarsson leikur einleik á gítar. Hann mun leika í góða stund áður en messan hefst. Organisti er Jón Ólafur Sigurðsson.

Sunnudagaskóli er á sínum stað kl. 13.

 

Verkin sem Vademar Gísli leikur í messunni eru eftirfarandi:

Fyrir messu leikur hann þrjú verk eftir Fernando Carulli: Andante; Poco Allegretto og Ballet.

Sem forspil: Hríslan og lækurinn eftir Inga T. Lárusson

Milli lestra: Melancholy Galliard eða Fortune eftir John Dowland

Eftir prédikun: 3 stuttar etýður eftir Leo Brouwer

Í messulok: Sons de Carrilhoes eftir Joao Pernambuco

 

By | 2016-11-26T15:48:42+00:00 10. apríl 2012 | 14:19|