VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Messa og ferming 6. maí

Sunnudaginn 6. maí, sem er fjórði sunnudagur eftir páska, verður messa kl. 11 í Hjallakirkju.  Í messunni verður ein stúlka, Katrín Ásta Bergmann, fermd. Ritningarlestra dagsins má sjá hér.

Sunnudagaskólinn í Hjallakirkju er kominn í sumarfrí en kirkjurnar í Kópavogi munu í samstarfi halda sunnudagaskóla í allt sumar og verður hann staðsettur í Lindakirkju og hefst kl. 11 hvern sunnudag í sumar.

By | 2016-11-26T15:48:42+00:00 3. maí 2012 | 13:41|