VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Garðhreinsun við Hjallakirkju

garddagur-2011-057Miðvikudaginn 2. maí voru vorverkin tekin í Hjallakirkju, garðurinn hreinsaður að hluta og gerður fínn fyrir sumarið. Ætlunin er að halda verkinu áfram í næstu viku, miðvikudaginn 9. maí kl. 17-19.30. Öll þau sem áhuga og getu hafa eru velkomin að hjálpa til. Boðið verður upp á pylsur og með því til að seðja hungrið eftir garðyrkjustörfin. Sjáumst hress á garðdeginum!

Hér eru myndir frá garðdeginum 2. maí:

By | 2012-05-08T10:37:51+00:00 8. maí 2012 | 10:37|