VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Uppstigningardagur, dagur aldraðra

Á Uppstigningardag, fimmtudaginn 17. maí, verður guðsþjónusta í Hjallakirkju kl. 14. Hjalla- og Digranessöfnuðir sameina krafta sína á þessum degi en guðsþjónustan er á vegum beggja safnaða. Sr. Íris Kristjánsdóttir og sr. Magnús B. Björnsson þjóna og sr. Ægir Sigurgeirsson prédikar. Söngvinir, kór aldraðra í Kópavogi, syngja og leiða safnaðarsönginn og organisti er Helga Þórdís Guðmundsdóttir. Að guðsþjónustu lokinni verður boðið upp á veitingar í safnaðarsal. Allir eru hjartanlega velkomnir.

By | 2016-11-26T15:48:40+00:00 14. maí 2012 | 00:16|