VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Hátíðarguðsþjónusta á Hvítasunnudag í Digraneskirkju

Hátíðarguðsþjónusta verður kl. 11 á Hvítasunnudag í Digraneskirkju á vegum Hjalla- og Digranessafnaða. Löng hefð er fyrir því að söfnuðirnir heimsæki hver annan á þessum stofndegi kristinnar kirkju og nú þiggjum við boð Digranessafnaðar. Að messunni þjóna sr. Gunnar Sigurjónsson og sr. Íris Kristjánsdóttir, Kór Digraneskirkju syngur og organisti er Zbigniew Zuchowicz. Að guðsþjónustu lokinni er boðið upp á veitingar í safnaðarsal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin til hátíðarguðsþjónustu á Hvítasunnudag.

By | 2016-11-26T15:48:40+00:00 22. maí 2012 | 11:07|