VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Bæna og lofgjörðarstundir

Fyrstu þrjú miðvikudagskvöld í ágúst verða bæna og lofgjörðarstundir hér í Hjallakirkju kl. 20. Þessar stundir eru hluti af sumarsamstarfi þjóðkirkjusafnaðanna í Kópavogi og eru það leikmenn úr starfi safnaðanna sem leiða stundirnar.  Við viljum hvetja þá sem hafa áhuga til að koma og taka þátt.  Stundirnar fara fram í safnaðarsal kirkjunnar og eru um klukkutíma langar.  Eftir stund er hægt að staldra við og fá sér kaffisopa.

By | 2012-08-01T19:36:48+00:00 1. ágúst 2012 | 19:36|