VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Bæna og lofgjörðarstund

Bæna og lofgjörðarstund verður hér í Hjallakirkju kl. 20 miðv 22. ágúst. Þessi stund er hluti af sumarsamstarfi þjóðkirkjusafnaðanna í Kópavogi og eru það leikmenn úr starfi safnaðanna sem leiða stundina.  Upphaflega áttu þessar stundir að vera til 15. ágúst  en vegna fjölda gesta hefur verið bætt við stundum 22 og 29 ágúst. Við viljum hvetja þá sem hafa áhuga til að koma og taka þátt.  Stundin fer fram í safnaðarsal kirkjunnar.  Eftir stundina er hægt að staldra við og fá sér kaffisopa.

By | 2012-08-24T13:45:02+00:00 21. ágúst 2012 | 21:14|