VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Guðsþjónusta 16. sept.

Guðsþjónusta kl. 11. prestur: Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Organisti: Jón Ólafur Sigurðsson.  Félagar úr Kór Hjallakirkju leiða safnaðarsöng og messusvör. Steinunn Arnþrúður hefur nýlega verið valin til preststarfa við Hjallakirkju og bjóðum við hana velkomna til starfa.  Síðar í haust verður innsetningarmessa þar sem hún verður formlega boðin velkomin í Hjallasöfnuð ásamt því að nýr sóknarprestur verður settur í embætti.

Sunnudagaskóli verður á sínum stað kl. 13.

By | 2016-11-26T15:48:40+00:00 12. september 2012 | 10:51|