VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli 21. október

Guðsþjónusta verður kl. 11. Séra Steinunn A. Björnsdóttir þjónar. Litil stúlka verður skírð í guðsþjónustunni. Félagar úr Kór Hjallakirkju syngja og leiða safnaðarsönginn.  Organisti er Jón Ólafur Sigurðsson.

Að venju verður heitt á könnunni að messu lokinni.

Sunnudagaskólinn verður svo á sínum stað kl. 13 með söng, brúðuleik og sögustund. Auk prests verða Hafdís og Kristín Rut með sunnudagaskólann og létt hressing verður í boði að honum loknum.

 

By | 2016-11-26T15:48:39+00:00 17. október 2012 | 13:37|