VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Allra heilagramessa

Næsta sunudag 4. nóvember er allra heilagramessa.  Þá verður í Hjallakirkju tónlistar og bænastund tileinkuð minningu látinna.  Í þessari stund skiptast á fallegir sálmar, ritningarlestrar og bænir.  Í stundinni gefst öllum kostur á að kveikja á kerti á bænastjaka kirkjunnar meðan leikin er tónlist.  Ritningarlestra dagsins má sjá hér. Jón Ólafur Sigurðsson leikur á orgel og stjórnar félögum úr kór kirkjunnar. Sr Sigfús Kristjánsson þjónar.

Sunnudagaskólinn er á sínum stað kl. 13.

By | 2016-11-26T15:48:38+00:00 31. október 2012 | 14:30|