VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Heimsókn prófasts og prestar settir í embætti.

Það verður heilmikið um að vera í Hjallakirkju á sunnudaginn.  Gísli Jónasson prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra kemur í heimsókn og settur presta kirkjunnar í embætti með formlegum hætti.  Sr. Sigfús Kristjánsson verður settur í embætti sóknarprests og sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir verður sett í embætti prests.  11. nóvember er jafnframt kristniboðsdagurinn og má sjá texta dagsins hér.  Steinunn Arnþrúður þjónar fyrir altari og Sigfús annast predikun. Kór Hjallakirkju syngur og leiðir safnaðarsöng. Gísli Valdemarsson og Halldór Másson leika með á gítar. Organisti er Jón Ólafur Sigurðsson.  Að messu lokinni verður boðið upp á kaffi og léttar veitingar í safnaðarsal kirkjunnar.

Sunnudagaskóli verður að venju kl. 13

 

By | 2016-11-26T15:48:38+00:00 6. nóvember 2012 | 14:51|