VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Lofgjörð með Þorvaldi

Sunnudaginn 18. Nóvember kemur Þorvaldur Halldórsson tónlistarmaður í heimsókn í guðsþjónustu og mun hann leiða söng í stundinni.  Það eru ávallt ljúfar og góðar stundir í Hjallakirkju þegar Þorvaldur kemur í heimsókn.  Texta dagsins sem er næst síðasti sunnudagur kirkjuársins má finna hér.  Sigfús Kristjánsson þjónar.

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl. 13

By | 2016-11-26T15:48:38+00:00 15. nóvember 2012 | 13:10|