VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Orgeltónleikar sunnudaginn 25. nóvember kl. 17.00

Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, organisti við Akureyrarkirkju leikur á orgel kirkjunnar.

Hún leikur Pastorale eftir César Franck. Konsert fyrir orgel BWV 592 og orgelkóral BWV 700 eftir Johann Sebastian Bach, Fjóra orgelkórala eftir Jesper Madsen, Pavane pour une infante défunte eftir Ravel og orgelkóral eftir Bach.

Þetta eru aðrir tónleikar í tónleikaröð Hjallakirkju í vetur. Næstu tónleikar eru aðventutónleikar Kórs Hjallakirkju 9. desember kl. 20.00

By | 2016-11-26T15:48:38+00:00 21. nóvember 2012 | 12:28|