VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Fjölskyldumessa 1. sunnudag í aðventu

Fyrsta sunnudag í aðventu, þann 2. desember, verður fjölskyldumessa kl. 11. Kórar úr Álfhólsskóla syngja, álfakór, krakkakór og skólakór, kveikt verður á fyrsta aðventukertinu, skátar koma með friðarljós og lítill drengur verður skírður. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Félagar úr Kór Hjallakirkju syngja og leiða almennan söng. Kaffi og djús í boði eftir messu að venju.

 

By | 2016-11-26T15:48:37+00:00 28. nóvember 2012 | 16:52|