Tónlistarguðsþjónusta 9. des

Annan sunnudag í aðventu verður tónlistarguðsþjónusta hér í Hjallakirkju.  Þessi stund er að enskri fyrirmynd og kalla þeir þetta form: Seven lessons, það skiptast á ritningarlestrar, sjö talsins, tengdir aðventunni og fallegir jóla og aðventusöngvar.  Eftir lestrana er hugleiðing og svo bæn og blessun í lokinn.  Ragnhildur Katla Jónsdóttir og Guðfinna Inga Guðmundsdóttir lesa ritningarlestra.

Um kvöldið verða svo árlegir jólatónleikar Kórs Hjallakirkju.

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl. 13.

By | 2016-11-26T15:48:37+00:00 4. desember 2012 | 09:56|