VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Fjölskyldumorgnar hefjast aftur 16. janúar

fjolskmorg4Fjölskyldumorgnar hefjast aftur 16. janúar og með þeim krílasálmarnir.

Fjölskyldumorgnar eru í Hjallakirkju hvern miðvikudag kl. 10-12. Allir foreldrar ungra barna eru velkomnir með börnum sínum. Boðið upp á ávexti á hverri samveru. Kl. 11.30 eru krílasálmar í kirkjunni þar sem við syngjum og leikum okkur og eigum gæðastund með börnunum. Umsjón hafa sr. Steinunn A. Björnsdóttir og Inga Hrönn Pétursdóttir.

By | 2016-11-26T15:48:36+00:00 14. janúar 2013 | 13:09|