VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Fræðslukvöld fyrir foreldra fermingarbarna

Fimmtudagskvöldið 14. febrúar verður sameiginlegt fræðslukvöld fyrir foreldra fermingarbarna í Kópavogi.  Sr. Sigfús Kristjánsson prestur í Hjallakirkju flytur fyrirlestur um áföll og sorgarviðbrögð.  Þetta kvöld er sameiginlegt með öllum fjórum kirkjum kópavogs og er þetta í annað sinn sem slíkt fræðslukvöld er haldið.  Staðsetning er Borgir safnaðarheimili Kópavogskirkju og hefst erindið kl. 20.  Eftir verður boðið upp á umræður en stefnt er að því að erindi og umræðum verði lokið kl. 21:30.IMG_0257

Myndin er frá síðasta fræðslukvöldi.

By | 2016-11-26T15:48:35+00:00 6. febrúar 2013 | 16:21|