VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Sonnettusveigur um píslargönguna

Þórður Helgason, þýðandi Sonnettusveigs

Þórður Helgason, þýðandi Sonnettusveigs

Að kveldi föstudagsins langa verður píslargöngu Krists minnst við ljóðastund kl. 20 í Hjallakirkju í Kópavogi. Þar lesa hjónin Þórður Helgason og Svanhildur Kaaber þýðingu Þórðar á Sonnettusveig eftir Lisbeth Smedegaard Andersen.  Sonnetturnar eru 15 talsins og bera yfirskriftina: Nú stillir alla storma hafa og landa. Þær eru íhugunair um stöðvar Jesú á píslargöngunni, Via Dolorosa.

Jón Ólafur Sigurðsson organisti leikur á orgelið milli erinda og prestar kirkjunnar lesa ritingarlestra sem tengjast sonnettunum.

Sonnettusveigurinn Nú stillir alla storma hafa og landa komu út í Danmörku árið 2004. Höfundurinn er prestur, listasagnfræðingur og skáld og sonnetturnar hlutu strax hljómgrunn þar í landi. Þær hafa meðal annars verið lesnar eða fluttar í kirkjum þar í kyrruviku. Þórður Helgason, þýðandi sonnettusveigsins, er dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.  Hann hefur sent frá sér ljóðabækur, barna- og unglingabækur auk þess að hafa samið fjölda námsbóka. Smásögur hans hafa einnig birst í bókum og tímaritum.

By | 2016-11-26T15:48:35+00:00 27. mars 2013 | 13:48|