VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Orgel- og gítartónleikar

how-to-play-the-guitar-for-kids-for-free-online-714Sunnudaginn 28. apríl kl. 17. Yfirskrift tónleikanna er Á ljúfu nótunum. – Aðgangur er ókeypis

Valdemar Gísli Valdemarsson leikur á klassískan gítar og Jón Ólafur Sigurðsson á orgel.

Tónlistarflutningurinn er svo til allur á ljúfu nótunum. Rómantísk ljúf orgeltónlist á milli gítarverkanna.

Flutt verður gítartónlist eftir Sigfús Halldórsson, Börje Sandquist, Leo Brouwer, Louis Armstrong og fleiri.

Orgelverk eftir: Johann Sbastian Bach, Leon Boëllmann, Jeremiah Clarke, Edvard Grieg, Rune Lindsten og Felix Mendelssohn.

By | 2016-11-26T15:48:33+00:00 25. apríl 2013 | 17:39|