VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Fundur um fermingarfræðslu næsta vetrar miðvikudag 8. maí kl. 18

Á miðvikudagskvöldið er foreldrum og fermingarbörnum næsta vetrar boðið til kynningarfundar í Hjallakirkju.  Fundurinn hefst kl. 18 og á að vera lokið um 18:40.  Hægt er að ræða við presta kirkjunnar að honum loknum.  VIð minnum einnig á að opnað hefur verið fyrir skráningu í fermingarfræðslu hér á vefnum.  Þar er líka valinn fermingardagur.  ferming_2010_03

By | 2016-11-26T15:48:33+00:00 7. maí 2013 | 16:33|