VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Hátíðarguðsþjónusta á Hvítasunnudag kl. 11

Sameiginleg guðsþjónusta Hjalla- og Digranessafnaða. Séra Gunnar Sigurjónsson prédikar, Séra Sigfús Kristjánsson þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Hjallakirkju syngja og leiða safnaðarsönginn. Organisti er Jón Ólafur Sigurðsson. Barn verður borið til skírnar. Kaffi í safnaðarheimilinu að guðsþjónustunni lokinni.

By | 2013-05-16T14:36:33+00:00 16. maí 2013 | 14:36|