VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Kvöldguðsþjónusta kl. 20

Í júní færast sunnudagsguðsþjónustur í Hjallakirkju til kl. 20.  Fyrsta kvöldguðsþjónustan er sunnudaginn 2. júní.  Á sumrin er samstarf milli þjóðkirkjusafnaðanna í Kópavogi og má benda á að í júní er alltaf messað í Kópavogskirkju kl. 11 og alltaf í Hjallakirkju kl. 20.  Í Lindakirkju verður sunnudagaskóli í allt sumar kl. 11.  Digraneskirkja er lokuð í Júní.

Á sunnudaginn verður prestur Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir sem þjónað hefur LIndasöfnuði undanfarinn vetur.  Jón Ólafur verður við orgelið og leiðir tónlistarflutning ásamt félögum úr kór kirkjunnar.100_0963

By | 2016-11-26T15:48:33+00:00 30. maí 2013 | 10:14|