VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Kórinn að hefja nýtt starfsár.

Mynd af kórnum á aðventutónleikum í desember 2007

Mynd af kórnum á aðventutónleikum í desember 2007

Kór Hjallakirkju hefur starfsárið með aðalfundi mánudaginn 2. september kl. 20. Fyrsta æfing er síðan þriðjudagskvöldið 3. september kl. 20. Að venju er spennandi og fjölbreytt starfsár framundan sem má lesa nánar um hér til hliðar undir Tónlistarstarf / Kórinn.

Kórinn getur bætt við sig einni til tveimur altröddum. Áhugasamir hafi samband við Jón söngstjóra með tölvupósti jon hjá hjallakirkja.is  eða í síma 899 – 8965, eða í Hjallakirkju 554 – 6716.

By | 2016-11-26T15:48:31+00:00 30. ágúst 2013 | 14:05|