VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Guðsþjónusta 27. október kl. 11

Séra Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir þjónar. Félagar úr Kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsönginn. Jón Ólafur verður við orgelið. Fermingarbörn aðstoða í messunni. Molasopi að guðsþjónustunni lokinni.

Sunnudagaskólinn á sínum stað kl. 13. Gísli og Hilmar leika á alls oddi með börnum, foreldrum og presti. Hressing að honum loknum eins og venjulega.

By | 2013-10-25T12:01:10+00:00 24. október 2013 | 15:29|