VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Bakað fyrir aðventuna

bakstur

Það var kátur hópur sem fyllti 15 box af smákökum í Hjallakirkju, þriðjudagskvöldið 26. nóvember. Þetta voru sóknarnefnd og starfsfólk kirkjunnar, sem bökuðu smákökurnar í safnaðarheimilinu. Kökurnar verða notaðar við ýmsa viðburði á aðventunni, þar á meðal jólastund fjölskyldunnar sunnudaginn 1. desember kl. 13 og jólasamverur Kirkjuprakkara og TTT starfsins.

Afraksturinn ilmaði þegar hópurinn stillti sér upp til myndatöku. Það er óhætt að hlakka til aðventunnar hér í kirkjunni.

 

By | 2016-11-26T15:48:28+00:00 27. nóvember 2013 | 12:19|