VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Jólasöngvar Kammerkórs Hjallakirkju á jólanótt kl. 23.30

90_03_36---Christmas-Decorations_webFlutt verða falleg jólalög og jólasálmar. Ljósin í kirkjunni dempuð. Þetta er reglulega hugguleg stund með fallegri jólatónlist og allir syngja saman nokkra jólasálma. á milli söngva er lesið úr ritningunni, byrjað á spádómum Gamla Testamentisins og svo fikrað sig fram til jólaguðspjallsins. Séra Halldór Reynisson stjórnar lestrinum en auk hans lesa nokkrir kórfélagar.

Árni Jón Eggertsson syngur Ó, helga nótt, Halldór Másson og Bergvin Magnús Þórðarson syngja tvísöng í Blíða nótt, frumútgáfu Heims um ból við gítarundirleik Valdemars Gísla Valdemarssonar. Söngstjóri er Jón Ólafur Sigurðsson.

By | 2016-11-26T15:48:28+00:00 18. desember 2013 | 16:42|