VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Kynslóðirnar saman á páskaeggjabingói

Þátttakandi

Það var mikið fjör í safnaðarheimilinu á mánudag í dymbilviku þegar árvisst páskaeggjabingó fór fram. Salurinn var fullur og spjöldin kláruðust enda reyndu margir að auka á líkur sínar með fleiri spjöldum. Sr. Sigfús fór á kostum sem stjórnandi. Hér má sjá nokkrar myndir af bingóinu.

Fleiri myndir eru á myndasíðu kirkjunnar

By | 2016-11-26T15:48:25+00:00 22. apríl 2014 | 15:42|