VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

„Karlamessa“ 27. apríl

100_0982Í Hjallakirkju hefur verið starfandi karla-hópur síðasta árið sem hittist reglulega til að ræða saman og biðja saman. Karlarnir ætla að annast helgihaldið í kirkjunni sunnudaginn 27. apríl næstkomandi kl. 11 og kynna starfsemi sína. Á eftir bjóða þeir upp á kaffi, meðlæti og spjall. Tónlistarflutningi stjórnar tónlistarmaðurinn Þorvaldur Halldórsson. Það skal tekið sérstaklega fram að konur eru líka velkomnar í “karlamessuna”.

By | 2016-11-26T15:48:25+00:00 23. apríl 2014 | 14:12|