VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Vortónleikar Kórs Hjallakirkju 13. maí kl. 20

Að vanda er efnisskrá vortónleikanna af léttara tagi og blönduð með fallegum sumarlögum.Kór Hjallakirkju á æfingu 8. apríl 2014

Auk kórsins syngur tvöfaldur kvartett nokkur lög .

Einsöngvari er Halldór Másson og annast hann einnig gítarundirlek.

Brynjar Björnsson og Gunnar Jónsson syngja strófur með kórnum.

Aðalheiður Þorsteinsdóttir leikur með á píanó.

Söngstjóri Kórs Hjallakirkju er Jón Ólafur Sigurðsson.

Efnisskrá:

Smávinir fagrir – Jónas Hallgrímsson og Jón Nordal; A Clare Benediction eftir John Rutter; Enn syngur vornóttin – Tómas Guðmundsson og Mogens Schrader;  Ó, blessuð vertu sumarsól – Páll Ólafsson og Ingi T. Lárusson, Hvert örstutt spor – Halldór K. Laxness og Jón Ásgeirsson, Hjá lygnri móðu – Halldór K. Laxness og Jón Ásgeirsson; Dagný – Tómas Guðmundsson og Sigfús Halldórsson; Ísland er land þitt – Margrét Jónsdóttir og Magnús Þór Sigmundsson; Litla flugan – Sigurður Elíasson og Sigfús Halldórsson; Sumar í sveitum – Friðgeir H. Berg og Jóhann Ólafur Haraldsson; Fjögur Bítlalög: And I Love Her, Hey Jude, Yesterday og Can’t By Me Love eftir Paul McCartney; Ágústnótt – Árni úr Eyjum og Oddgeir Kristjánsson, Hríslan og lækurinn – Páll Ólafsson og Ingi T. Lárusson; Barcarolle (Milda Nótt) úr Ævintýrum Hoffmanns eftir Offenbach; Hallelúja – Kristín Jóhannesdóttir og Leonard Cohen

 

Aðgangseyrir er kr. 1.500

By | 2016-11-26T15:48:24+00:00 11. maí 2014 | 10:08|