VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Messa 1. júní – Sjómannadagurinn

Á sjómannadaginn 1. júní er messa kl. 11. Sjómannadagsins minnst, sungnir sálmar úr nýja viðbætinum við sálmabókina.

Einnig frumfluttur nýr sumarsálmur eftir Kristinn Jóhannesson – Nú kemur sumrið kæra.anchor

Séra Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir þjónar. Félagar úr Kór Hjallakirkju syngja. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson.

 

By | 2016-11-26T15:48:23+00:00 27. maí 2014 | 14:20|