VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Fermingarnámskeið í ágúst

ferming´14 004Fermingarnámskeið verður haldið 18. – 21. ágúst.  Unglingar úr Álfhólsskóla mæta kl. 9-12 og unglingar úr Snælandsskóla mæta kl. 13-16.

Sunnudaginn 24. ágúst er messa með þátttöku fermingarbarna og er hún liður í námskeiðinu. Vænst er þátttöku foreldra. Eftir messuna verður býður kirkjan upp á kaffi, djús og te og eru allir hvattir til að leggja með sér á borð einhvern fingramat til að gera “kirkjukaffið” sem veglegast.

Bréf um nánari tilhögun námskeiðs verður sent í tölvupósti til þeirra sem hafa skráð sig í byrjun ágústmánaðar.

Þau börn sem ekki geta tekið þátt í námskeiðinu í ágúst munu sækja námskeið eftir skóla, aðra viku í september.

Sjá nánar á síðu fermingarstarfs.

By | 2016-11-26T15:48:23+00:00 9. júlí 2014 | 18:06|