VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Hátíð fyrsta sunnudag í aðventu

UnknownVið fögnum aðventunni í Hjallakirkju á sunnudaginn.  kl. 11 verður aðventuguðsþjónusta.  Skátar koma í heimsókn og færa okkur friðarlogann frá Betlehem. Skólakór Álfhólsskóla syngur undir stjórn Þórdísar Sævarsdóttur. Sr. Steinunn Arnþrúður þjónar og Jón Ólafur verður við orgelið.  Félagar úr kór kirkjunnar leiða söng og safnaðarsvör.

kl. 13 verður aðventuhátíð fjölskyldunnar.  Við byrjum í kirkjunni þar sem stjörnukór Álfhólsskóla syngur. Við syngjum nokkur aðventu og jólalög, svo færum við okkur í safnaðarsalinn á efri hæðinni og föndrum saman.  Boðið verður upp á heitt kakó og smákökur.

By | 2016-11-26T15:48:21+00:00 25. nóvember 2014 | 11:46|