VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Gleðilegt ár

Fyrsta guðsþjónusta ársins 2015 verður 4 janúar kl. 11. Hún verður með einföldu sniði og áherslan verður á frásögnina af vitringunum.  Sr. Sigfús Kristjánsson leiðir stundina ásamt Þorgils Hlyni Þorbergssyni sem mun predika. Félagar úr Kór kirkjunnar leiða söng.

Sunnudagaskólinn hefst aftur 11. janúar.

Hjallakirkja verður lokuð þriðjudaginn 6. janúar vegna viðhalds.

Vetrarmynd af Hjallakirkju, tekin að morgni dags 24. janúar 2012

Vetrarmynd af Hjallakirkju, tekin að morgni dags 24. janúar 2012

By | 2016-11-26T15:48:19+00:00 2. janúar 2015 | 13:07|