VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Gæðastund í Hjallakirkju á miðvikudögum

Kaffiogte litilNýjung í febrúar: Á miðvikudagsmorgnum frá kl. 10 – 12 verður heitt á könnunni í Hjallakirkju, neðri hæð, fyrir íbúa í sókninni sem vilja koma og spjalla, lesa blöðin í félagsskap og eiga notalega stund. Allir aldurshópar velkomnir. Góð aðstaða fyrir foreldra með ungabörn.

 

Kl. 11 verður jafnan 15 mínútna kynning og spjall um valið efni eða önnur dagskrá.

  • 4. feb: Hugmyndarík endurvinnsla – Tískuveski úr gömlum tímaritum.
  • 11. feb:           Þorrinn og þorrablót – hefðin, maturinn, ræðurnar.
  • 18. feb: Biblían og bíblíuþýðingar. Sýning á biblíum á ólíkum tungumálum.
  • 25. feb: Píanóleikur og spjall.

 

By | 2016-11-26T15:48:19+00:00 28. janúar 2015 | 10:24|